Sumarþrif í sérbýli og litlu fjölbýli hafin
Kæru íbúar höfuðborgarsvæðis
Nú er allt komið á fullt hjá okkur og búnir að starta sérbýlisþrifum út um allt höfuborgarsvæðið. Við verðum að fram í byrjun júlí að klára hringinn okkar en umfang þrifanna hefur aukist og stefnum á að dreifa í framtíðinni þrifunum á fleiri mánuði ársins svo allir fái að vera með.
Á síðustu 4 árum hefur mikið breyst í sorphirðu og eru endurvinnsluílát nú orðin verulega útbreidd sem er frábært. Við höfum fyrstu árin ekki rukkað fyrir þrif á þeim enda var lítið um þau og höfum leyft þeim að „fljóta“ með ef þau hafa verið tóm þegar þrif fara fram. Núna verður rukkað fyrir þrif á endurvinnsluílátum en af sjálfsögðu ekki nema óskað sé eftir því og þau þarf alls ekki að þrífa í hvert skipti en við mælum með að bóka þrif á þeim í annað hvert skipti eða annaðhvert ár.
Engin þarf að vera heima þegar þrif fara fram, en komum í framhaldi af sorplosun og að jafnaði innan 2-3 vikna frá því að pantað er en reynum að safna saman nokkrum göngum í hverju hverfi.
Kveðja
Gylfi Þór